Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 07:45 Stoðir hófu að fjárfesta í Símanum í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa Símans. Í kjölfar kaupanna fara Stoðir, sem eru eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, með ríflega 9,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu en eignarhluturinn er metinn á tæplega 3,9 milljarða króna. Á móti hefur hlutur Kviku banka í Símanum minnkað á sama tíma um sem nemur tæplega einu prósenti af hlutafé félagsins og er núna 2,9 prósent en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína. Stoðir hófu sem kunnugt er að fjárfesta í Símanum í apríl síðastliðnum en fram kom í flöggunartilkynningu sem barst Kauphöllinni í fyrri hluta maímánaðar að fjárfestingafélagið hefði eignast rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Stoðir eru nú þriðji stærsti hluthafi Símans á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en félagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi fjarskiptafélagsins og raunar eini slíki fjárfestirinn í hópi tuttugu stærstu hluthafa þess. Hlutabréf í Símanum hafa hækkað um fjórtán prósent í verði á undanförnum tveimur mánuðum og stóð gengi þeirra í 4,52 krónum á hlut við lokun markaða síðdegis í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa Símans. Í kjölfar kaupanna fara Stoðir, sem eru eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, með ríflega 9,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu en eignarhluturinn er metinn á tæplega 3,9 milljarða króna. Á móti hefur hlutur Kviku banka í Símanum minnkað á sama tíma um sem nemur tæplega einu prósenti af hlutafé félagsins og er núna 2,9 prósent en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína. Stoðir hófu sem kunnugt er að fjárfesta í Símanum í apríl síðastliðnum en fram kom í flöggunartilkynningu sem barst Kauphöllinni í fyrri hluta maímánaðar að fjárfestingafélagið hefði eignast rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Stoðir eru nú þriðji stærsti hluthafi Símans á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en félagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi fjarskiptafélagsins og raunar eini slíki fjárfestirinn í hópi tuttugu stærstu hluthafa þess. Hlutabréf í Símanum hafa hækkað um fjórtán prósent í verði á undanförnum tveimur mánuðum og stóð gengi þeirra í 4,52 krónum á hlut við lokun markaða síðdegis í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira