Viðskipti innlent

Far­þega­fjöldi Icelandair jókst um 15% milli ára

Andri Eysteinsson skrifar
Farþegar til landsins í vélum Icelandair voru um 211 þúsund talsins í júní.
Farþegar til landsins í vélum Icelandair voru um 211 þúsund talsins í júní. Vísir/Vilhelm

Farþegar flugfélagsins Icelandair í júní mánuði voru 553 þúsund talsins og var sætanýting 88% í mánuðinum. Farþegafjöldi milli ára jókst því um 15% en framboð var aukið um 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group.

Sé litið til innanlandsflugs sést að farþegar AirIceland Connect voru 25 þúsund í mánuðinum, sætanýting var 72,3% en farþegafjöldi dróst saman um 13% milli ára, sem Icelandair Group segir í takti við samdrátt í framleiðslu milli ár.

Farþegar frá Íslandi voru tæplega 70 þúsund en til landsins komu 211.440 farþegar. Skiptifarþegum fækkaði þó milli ára í mánuðinum um eitt prósent.

Þá náðist góður árangur í komustundvísi í leiðakerfi félagsins en hún mældist 64% í júní 2019 samanborið við 40% komustundvísi á sama tíma á síðasta ári.

Í tilkynningu Icelandair Group segir að góður árangur hafi náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í áætlun félagsins vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX vélum Icelandair.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.