Viðskipti innlent

Far­þega­fjöldi Icelandair jókst um 15% milli ára

Andri Eysteinsson skrifar
Farþegar til landsins í vélum Icelandair voru um 211 þúsund talsins í júní.
Farþegar til landsins í vélum Icelandair voru um 211 þúsund talsins í júní. Vísir/Vilhelm
Farþegar flugfélagsins Icelandair í júní mánuði voru 553 þúsund talsins og var sætanýting 88% í mánuðinum. Farþegafjöldi milli ára jókst því um 15% en framboð var aukið um 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group. Sé litið til innanlandsflugs sést að farþegar AirIceland Connect voru 25 þúsund í mánuðinum, sætanýting var 72,3% en farþegafjöldi dróst saman um 13% milli ára, sem Icelandair Group segir í takti við samdrátt í framleiðslu milli ár.

Farþegar frá Íslandi voru tæplega 70 þúsund en til landsins komu 211.440 farþegar. Skiptifarþegum fækkaði þó milli ára í mánuðinum um eitt prósent.

Þá náðist góður árangur í komustundvísi í leiðakerfi félagsins en hún mældist 64% í júní 2019 samanborið við 40% komustundvísi á sama tíma á síðasta ári.

Í tilkynningu Icelandair Group segir að góður árangur hafi náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í áætlun félagsins vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX vélum Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×