Viðskipti innlent

Flug til Íslands efst á blaði yfir hagkvæmasta kostinn fyrir bandaríska ferðalanga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það getur verið hagkvæmt fyrir bandaríska ferðamenn að fljúga til Íslands.
Það getur verið hagkvæmt fyrir bandaríska ferðamenn að fljúga til Íslands. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt könnun bandarísku ferðaleitarvélarinnar Kayak er flug til Íslands oftar en ekki hagkvæmasti kosturinn fyrir bandaríska ferðalanga sem eru að leita sér að ferð til Evrópu.Skoðaðar voru leitarniðurstöður notenda Kayak á eins árs tímabili frá 15. apríl á síðasta ári til 15. apríl á þessu ári. Skoðaðar voru niðurstöður þeirra sem notuðu leitarvél Kayak til þess að finna ferð til Evrópu frá Bandaríkjunum á tímabilinu 24. maí til 2. septembers á þessu ári, á hinum svokallaða hátindi ferðaþjónustutimabilsins.Niðurstöðurnar gefa til kynna að flug til Íslands sé ódýrasti kosturinn frá 56 prósent af þeim flugvöllum sem teknir voru með í rannsókn Kayak, jafn vel þó að ekki sé boðið upp á beint flug til Íslands á mörgum þeirra. Á það sérstaklega við um flugvelli á austurströnd Bandaríkjanna en flug til Íslands var ódýrasti kosturinn af sex af hverjum tíu flugvöllum á austurströndinni, af þeim sem teknir voru með í könnun Kayak.Alls var verð kannað á ferðum frá 71 flugvelli í Bandaríkjunum til Evrópu og í ljós kom að flug til Íslands var ódýrasti kosturinn á 40 flugvöllum af 71.  Þannig er Ísland til að mynda ódýrasti kosturinn á ferðum til Evrópu fyrir ferðalanga í ríkjum á borð við Havaíi, Alabama, Arizona, Louisiana, Michigan og Minnesota, svo dæmi séu tekin. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.