Undanúrslit í Háskólabíói ATV skrifar 27. júní 2019 08:00 Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. frettabladid/Ragnar Máni Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport
Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport