Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Nova í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova

Hagnaður Nova nam tæplega 1,2 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fjarskiptafélagsins, og dróst saman um nítján prósent frá fyrra ári þegar hann var um 1,5 milljarðar króna.

Tekjur Nova, sem er með um þriðjungshlutdeild á íslenskum farsímamarkaði, voru tæpir 9,9 milljarðar króna í fyrra og jukust um liðlega tólf prósent frá árinu 2017 en þá námu þær 8,8 milljörðum króna.

EBITDA fjarskiptafélagsins - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - var jákvæð um 2,3 milljarða króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins var 4.287 milljónir króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma 67 prósent.

Stjórn Nova leggur til að greiddur verði 750 milljóna arður til móðurfélagsins sem er í jafnri eigu eignastýringarfyrirtækisins Pt Capital annars vegar og Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og stjórnenda Nova hins vegar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.