Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 17:24 Byko þarf að greiða 325 milljónir króna í sekt. Vísir/ernir Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags. Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags.
Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00