Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 17:24 Byko þarf að greiða 325 milljónir króna í sekt. Vísir/ernir Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags. Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags.
Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00