Körfubolti

Lakers líklegast til að verða meistari samkvæmt veðbönkum vestanhafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verðandi samherjarnir Anthony Davis og LeBron James.
Verðandi samherjarnir Anthony Davis og LeBron James. vísir/getty

Í gær bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að Anthony Davis væri á leið til Los Angeles Lakers þar sem hann mun spila með LeBron James.

NBA-véfréttin Adrian Wojnarowski greindi fyrstur frá tíðindunum. Í staðinn fyrir Davis fær New Orleans Pelicans Lonzo Ball, Josh Hart, Brandon Ingram og þrjá valrétti í 1. umferð nýliðavalsins.


Veðbankar í Las Vegas voru ekki lengi að taka við sér eftir tíðindi gærdagsins. Samkvæmt mörgum þeirra er Lakers nú líklegast til að verða NBA-meistari á næsta ári.

Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks koma þar á eftir og svo Houston Raptors og nýkrýndir meistarar Toronto Raptors. Veðbankar virðast ekki hafa mikla trú á Golden State Warriors sem verður væntanlega án Kevins Durant og Klays Thompson stóran hluta næsta tímabils.

Þrátt fyrir að hafa fengið James komst Lakers ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Lakers hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan tímabilið 2012-13.

Davis, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2012, hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Á síðasta tímabili var hann með 25,9 stig, 12,0 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. New Orleans komst ekki í úrslitakeppnina.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.