Sport

Semenya fær að keppa án lyfja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Caster Semenya
Caster Semenya vísir/getty

Ólympíu- og heimsmeistarinn Caster Semenya fær að keppa í sinni aðalvegalengd, 800 metra hlaupi, án takmarkana eftir úrskurð hæstaréttar í Sviss í gær.

Alþjóðafrálsíþróttasambandið setti á nýjar reglur sem sögðu til um að keppendur í kvennaflokki í hlaupum frá 400 metrum upp í eina mílu mættu ekki fara yfir ákveðið magn af testósteróni í líkamanum. Þessar reglur þýddu að Semenya, sem er líffræðilega með hátt magn testósteróns, hefði þurft að taka inn bælandi lyf til þess að mega keppa áfram í 800 metra hlaupi.

Semenya áfrýjaði reglunum til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Í byrjun maímánaðar hafnaði CAS hins vegar áfrýjun Semenya og reglurnar fengu að standa.

Íþróttadómstóllinn er staðsettur í Sviss og áfrýjaði Semenya niðurstöðu CAS til hæstaréttar í Sviss. Í gær opinberaði hæstiréttur niðurstöðu sína, sem var að reglurnar yrðu tímabundið ógildar.

Semenya getur því hlaupið í sinni aðalvegalengd án lyfja.

Málinu er hins vegar ekki lokið, var reglan aðeins gerð tímabundið ógild þar til frekari málsflutningur fer fram.

Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.