Viðskipti innlent

Ný stjórn tekur við hjá Félagi fasteignasala

Tinni Sveinsson skrifar
Þórey Ólafsdóttir, Finnbogi Hilmarsson, Hannes Steindórsson, Kjartan Hallgeirsson, Monika Hjálmtýsdóttir, Grétar Jónasson og Þóra Birgisdóttir.
Þórey Ólafsdóttir, Finnbogi Hilmarsson, Hannes Steindórsson, Kjartan Hallgeirsson, Monika Hjálmtýsdóttir, Grétar Jónasson og Þóra Birgisdóttir. Vísir/Vilhelm
Félag fasteignasala kaus nýja stjórn á dögunum. Í tilkynningu kemur fram að mörg verkefni bíði nýrrar stjórnar en félagið vinnur meðal annars með stjórnvöldum að margháttuðum málum er varða fasteignamál.Kjartan Hallgeirsson er formaður en auk hans eru í stjórninni Finnbogi Hilmarsson varaformaður, Þóra Birgisdóttir gjaldkeri, Hannes Steindórsson meðstjórnandi og Monika Hjálmtýsdóttir ritari. Þórey Ólafsdóttir er varamaður og Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.„Félagið sinnir einnig stöðugri vinnu er snýr að eflingu gæða innan greinarinnar og hefur eftirfylgd með að félagsmenn fylgi ströngum siðareglum. Lögð er áheyrsla á að félagsmenn ástundi víðtæka sérsniðna endurmenntunar sem félagið heldur úti fyrir félagsmenn sína til að tryggja að þeir viðhaldi réttindum sínum. Í stuttu máli má segja að markmið starfa félagsins miði að stærstu leiti að því að skapa trúnað og virðingu stéttarinnar þannig að neytendur upplifi rika sérfræðiþekkingu félagsmanna auk þess öryggis og gæðastimpils sem félagsaðild hefur í för með sér,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.