Viðskipti innlent

Sannfærður um bætt kjör neytenda

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Eyþór

Fyrsta viðskiptasamráð Bandaríkjanna og Íslands verður stofnað í dag. Þetta segir í grein Jill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna, í Fréttablaðinu í dag.
 
Tilkynnt var um samráðsvettvanginn er Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í febrúar og fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann segir samkomulagið afar þýðingarmikið.

„Að því koma ekki aðeins embættismenn heldur líka fulltrúar atvinnulífsins og það tel ég mikilvægt. Ég er sannfærður um að skrefin sem þarna verða tekin varði veginn að betri kjörum bæði fyrir íslenska útflytjendur og íslenska neytendur,“ segir ráðherra um málið.

Guðlaugur bætir því við að Bandaríkin séu mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Ávinningur af bættum viðskiptakjörum liggi í augum uppi. Esposito segir í grein sinni að vettvangurinn skipti máli vegna þess að „[v]ið njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum.“

Að auki nefnir hún sérstaklega að eitt markmiða samráðsins sé „að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.