Verkalýðshreyfingin og SA fagna stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 11:04 Már Guðmundsson á leið á kynningarfund um stýrivaxtalækkunina. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira