Handbolti

Níu íslensk mörk og Álaborg er sigri frá úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus skoraði fimm mörk í kvöld.
Janus skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Íslendingaliðið Álaborg er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Bjerringbro-Silkeborg eftir fyrsta leik einvígisins sem fór fram í Álaborg í kvöld.

Mikill kraftur var í heimamönnum í kvöld en ríkjandi deildar- og bikarmeistararnir voru sex mörkum yfir er liðin gengu til búnigsherbergja, 19-13.

Aðeins dofnaði yfir liðinu í síðari hálfleik og gestirnir frá Silkeborg gengu á lagið. Munurinn varð að endingu, 33-30, og Álaborg er komið í 1-0. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í undanúrslitin.

Selfyssingarnir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu flottan leik. Janus Daði gerði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar en Ómar skoraði fjögur og lagði upp fimm mörk.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.