Fótbolti

Galatasary vill fá Alfreð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð skoraði tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.
Alfreð skoraði tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. vísir/getty

Tyrklandsmeistarar Galatasary renna hýru auga til Alfreðs Finnbogasonar. Íslendingavaktin greinir frá og vísar í umfjöllun tyrkneskra fjölmiðla.

Talið er að Galatasary sé tilbúið að borga sex milljónir evra fyrir Alfreð sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Augsburg.

Alfreð var mikið meiddur í vetur og gekkst undir aðgerð á dögunum. Hann verður ekki klár í slaginn aftur fyrr en í haust.

Í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni sagði Alfreð að Augsburg vildi framlengja samning hans við félagið.

„Þeir hafa tilkynnt mér það að þeir vilja framlengja samninginn. Það verður að koma í ljós á næstu vikum hvort við náum samkomulagi. Annars er einn fókus núna og það er að ná sér heilum,“ sagði Alfreð.Alfreð skoraði tíu mörk í 18 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Augsburg endaði í 15. sæti deildarinnar.

Landsliðsframherjinn gekk í raðir Augsburg í ársbyrjun 2016. Enginn leikmaður Augsburg hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið í efstu deild en Alfreð (32 mörk)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.