Formúla 1

Hamilton á ráspól í Mónakó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton var hoppandi kátur eftir tímatökuna í dag.
Hamilton var hoppandi kátur eftir tímatökuna í dag. vísir/getty

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Mónakó-kappakstrinum á morgun.

Hamilton var fyrstur í tímatökunni í dag. Félagi hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar og Max Verstappen á Red Bull þriðji. Bottas hefði getað náð ráspól fjórða skiptið í röð en Hamilton skákaði Finnanum.


Þetta er aðeins í annað sinn sem Hamilton verður á ráspól í Mónakó. Hann var á ráspól í Mónakó-kappakstrinum 2015 en endaði í 3. sæti. Hamilton lenti einnig í 3. sæti í Mónakó í fyrra. Daniel Ricciardo hrósaði þá sigri en hann varð í 7. sæti í tímatökunni í dag.

Hamilton og Bottas hafa verið á ráspól í fimm af sex keppnum ársins í Formúlu 1.

Hamilton hefur unnið þrjár af fimm keppnum ársins og Bottas tvær. Mercedes er með yfirburðastöðu í keppni bílasmiða; með 217 stig, 96 stigum á undan Ferrari.

Bein útsending frá Mónakó-kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttir

Upphitun: Mónakó um helgina

Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.