Handbolti

Tandri, Björgvin og Skjern tryggðu sér oddaleik gegn Óðni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin Páll og Anders Eggert glaðir í bragði.
Björgvin Páll og Anders Eggert glaðir í bragði. mynd/skjern
Skjern tryggði sér oddaleik gegn GOG í undanúrslitum danska handboltans er Skjern vann annan leik liðanna í dag, 31-30.GOG vann sannfærandi sigur í fyrsta leik liðanna en annar leikurinn í dag var mun meira spennandi þar sem ríkjandi meistarar í Skjern voru á heimavelli.Leikurinn var í járnum lengi vel en staðan í hálfleik var 15-14, Skjern í vil. GOG var einum manni fleiri og allt jafnt er tvær mínútur voru eftir.Hornamaðurinn knái Anders EGgert stal þá boltanum og kom Skjern yfir. Þeir reyndust svo sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér oddaleik eftir 31-30 sigur.Björgvin Páll Gústavsson kom í markið og reyndi við eitt víti en varði ekki. Tandri Már Konráðsson sat á bekknum hjá Skjern. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir GOG.Liðin mætast aftur á fimmtudaginn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.