Handbolti

Tandri, Björgvin og Skjern tryggðu sér oddaleik gegn Óðni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin Páll og Anders Eggert glaðir í bragði.
Björgvin Páll og Anders Eggert glaðir í bragði. mynd/skjern

Skjern tryggði sér oddaleik gegn GOG í undanúrslitum danska handboltans er Skjern vann annan leik liðanna í dag, 31-30.

GOG vann sannfærandi sigur í fyrsta leik liðanna en annar leikurinn í dag var mun meira spennandi þar sem ríkjandi meistarar í Skjern voru á heimavelli.

Leikurinn var í járnum lengi vel en staðan í hálfleik var 15-14, Skjern í vil. GOG var einum manni fleiri og allt jafnt er tvær mínútur voru eftir.

Hornamaðurinn knái Anders EGgert stal þá boltanum og kom Skjern yfir. Þeir reyndust svo sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér oddaleik eftir 31-30 sigur.

Björgvin Páll Gústavsson kom í markið og reyndi við eitt víti en varði ekki. Tandri Már Konráðsson sat á bekknum hjá Skjern. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir GOG.

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.