Fótbolti

Arnór fékk tíu í einkunn og sæti í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Arnór skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty

Arnór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar CSKA Moskva vann 6-0 sigur á Krylya Sovetov Samara í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í gær.

Arnór fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com.

Fyrir utan að skora og leggja upp mark fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, Hörð Björgvin Magnússon, rötuðu allar 22 sendingarnar sem Arnór reyndi í leiknum á samherja. Þá lék hann þrisvar sinnum á leikmenn Krylya Sovetov Samara.

Tían sem Arnór fékk í einkunn skilaði honum að sjálfsögðu sæti í liði umferðarinnar hjá WhoScored. Tveir aðrir leikmenn CSKA Moskvu eru í liði umferðarinnar; Fedor Chalov og Jaka Bijol. Sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk gegn Krylya Sovetov Samara og sá síðarnefndi skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

 
Arnór skoraði fimm mörk í 21 leik í rússnesku deildinni á tímabilinu. Þá skoraði hann tvö mörk í Meistaradeild Evrópu.

Skagamaðurinn og félagar hans í CSKA Moskvu enduðu í 4. sæti deildarinnar og leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.