Viðskipti innlent

Fyrr­verandi trommu­leikari Dimmu nýr for­stjóri Ís­lands­pósts

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson.
Birgir Jónsson. Íslandspóstur

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. Hann tekur við starfinu af Ingimundi Sigurpálssyni.

Í tilkynningu frá Íslandsspósti segir að Birgir hafi víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu í atvinnulífinu hér heima og erlendis, síðast sem framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar. Þar á undan var hann forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania. Hann starfaði einnig sem trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu.

Birgir lærði prentun hér heima, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfustjórnun frá London Institute og  MBA-prófi frá Westminster University í London. 

Að neðan má sjá Birgi með kjuðana á lofti.


Tengdar fréttir

Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP

Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður aðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.