Viðskipti innlent

Fyrr­verandi trommu­leikari Dimmu nýr for­stjóri Ís­lands­pósts

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson.
Birgir Jónsson. Íslandspóstur
Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. Hann tekur við starfinu af Ingimundi Sigurpálssyni.

Í tilkynningu frá Íslandsspósti segir að Birgir hafi víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu í atvinnulífinu hér heima og erlendis, síðast sem framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar. Þar á undan var hann forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania. Hann starfaði einnig sem trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu.

Birgir lærði prentun hér heima, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfustjórnun frá London Institute og  MBA-prófi frá Westminster University í London. 

Að neðan má sjá Birgi með kjuðana á lofti.


Tengdar fréttir

Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP

Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að






Fleiri fréttir

Sjá meira


×