Viðskipti innlent

Bein út­sending: Af­mælis­fögnuður Lands­sam­taka líf­eyris­sjóða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur upphafserindið.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur upphafserindið. Vísir/Vilhelm
Landssamtök lífeyrissjóða bjóða til afmælisfagnaðar í dag, í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var ákveðin í kjarasamningum. Þar að auki eru 100 ár frá því að fyrstu lífeyrissjóðirnir voru settir á laggirnar á Íslandi.

Vísir mun sýna beint frá afmælishátíð landssamtakanna, sem fram fer í Hörpu, og má nálgast útsendinguna hér að neðan. Dagskráin hefst klukkan 16:30.

Fyrst á dagskrá er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem flytur ávarpi í tilefni dagsins. Næst á mælendaskrá er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og að tölu hennar lokinni verður sýnd heimildamyndin Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019 þar sem stiklað er á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.

Hátíðarsamkoman í Norðurljósasal Hörpu hefst sem fyrr segir klukkan 16:30 og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×