Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Með starfsleyfi sem viðskiptabanki mun Lykill fjármögnun meðal annars fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Fréttablaðið/Stefán Lykill fjármögnun, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, hefur skilað inn formlegri umsókn til Fjármálaeftirlitsins (FME) um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður Lykils, staðfestir þetta í samtali við Markaðinn. Umsóknin var send fyrr í þessum mánuði og er nú til skoðunar hjá FME. Markmið Lykils, sem er eignaleigufyrirtæki og fjármagnar bíla-, véla og tækjakaup, með því að sækjast eftir viðskiptabankaleyfi er að leitast eftir hagstæðari fjármögnun en félaginu hefur staðið til boða hingað til en með slíku leyfi mun Lykill fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Þannig horfir Lykill til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að færa út kvíarnar og breikka vöruframboð félagsins – bæði hvað varðar inn- og útlánastarfsemi – þar sem meðal annars er til skoðunar að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu. Lykill hefur að undanförnu fjármagnað sig að stærstum hluta með útgáfu á skráðum skuldabréfum og víxlum. Í fyrra nam skuldabréfaútgáfa félagsins samtals um 11 milljörðum króna. Fyrr í þessum mánuði lauk Lykill skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki, sem er til sjö ára, og voru samþykkt tilboð að nafnvirði að 3,53 milljarðar króna á verði sem jafngilti 3,34 prósenta ávöxtunarkröfu. Söluferli rann út í sandinn Áform Davidson Kempner, sem á yfir 80 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, um að selja eignaleigufyrirtækið runnu út í sandinn í júlí í fyrra þegar það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM. Ástæða viðræðuslitanna, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Þá fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Afar ólíklegt er talið að söluferli Lykils verði endurvakið í bráð, ekki síst eftir ákvörðun stjórnar félagsins að sækjast eftir starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Lykils nam rúmlega 1.200 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 850 milljónir króna frá fyrra ári. Heildareignir félagins í árslok 2018, sem samanstóðu meðal annars af reiðufé að andvirði 4,7 milljarða króna, voru samtals 38 milljarðar og er eigið fé Lykils rúmlega 12,6 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið var því um 35,5 prósent og lagði stjórn félagsins til að greiddur yrði arður á þessu ári til hluthafa að fjárhæð 1.200 milljónir króna. Fyrir utan Davidson Kempner, sem er langsamlega stærsti hluthafi Lykils í gegnum eignarhaldsfélagið Klakka, eru aðrir helstu hluthafar félögum á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu samanlagt um 6 prósenta hlut í Klakka í árslok 2017, gengu hins vegar frá sölu á stærstum hluta bréfa sinna í félaginu í árslok 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Lykill fjármögnun, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, hefur skilað inn formlegri umsókn til Fjármálaeftirlitsins (FME) um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður Lykils, staðfestir þetta í samtali við Markaðinn. Umsóknin var send fyrr í þessum mánuði og er nú til skoðunar hjá FME. Markmið Lykils, sem er eignaleigufyrirtæki og fjármagnar bíla-, véla og tækjakaup, með því að sækjast eftir viðskiptabankaleyfi er að leitast eftir hagstæðari fjármögnun en félaginu hefur staðið til boða hingað til en með slíku leyfi mun Lykill fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Þannig horfir Lykill til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að færa út kvíarnar og breikka vöruframboð félagsins – bæði hvað varðar inn- og útlánastarfsemi – þar sem meðal annars er til skoðunar að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu. Lykill hefur að undanförnu fjármagnað sig að stærstum hluta með útgáfu á skráðum skuldabréfum og víxlum. Í fyrra nam skuldabréfaútgáfa félagsins samtals um 11 milljörðum króna. Fyrr í þessum mánuði lauk Lykill skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki, sem er til sjö ára, og voru samþykkt tilboð að nafnvirði að 3,53 milljarðar króna á verði sem jafngilti 3,34 prósenta ávöxtunarkröfu. Söluferli rann út í sandinn Áform Davidson Kempner, sem á yfir 80 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, um að selja eignaleigufyrirtækið runnu út í sandinn í júlí í fyrra þegar það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM. Ástæða viðræðuslitanna, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Þá fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Afar ólíklegt er talið að söluferli Lykils verði endurvakið í bráð, ekki síst eftir ákvörðun stjórnar félagsins að sækjast eftir starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Lykils nam rúmlega 1.200 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 850 milljónir króna frá fyrra ári. Heildareignir félagins í árslok 2018, sem samanstóðu meðal annars af reiðufé að andvirði 4,7 milljarða króna, voru samtals 38 milljarðar og er eigið fé Lykils rúmlega 12,6 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið var því um 35,5 prósent og lagði stjórn félagsins til að greiddur yrði arður á þessu ári til hluthafa að fjárhæð 1.200 milljónir króna. Fyrir utan Davidson Kempner, sem er langsamlega stærsti hluthafi Lykils í gegnum eignarhaldsfélagið Klakka, eru aðrir helstu hluthafar félögum á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu samanlagt um 6 prósenta hlut í Klakka í árslok 2017, gengu hins vegar frá sölu á stærstum hluta bréfa sinna í félaginu í árslok 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent