Lífið

Komu Heru Björk í opna skjöldu í norræna partýinu

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Hera Björk var ánægð með ísraelsku aðdáendurna.
Hera Björk var ánægð með ísraelsku aðdáendurna.
Það er óhætt að segja að Eurovision-bolurinn hafi fengið fullt fyrir sinn snúð í norræna partýinu í Tel Aviv í gærkvöldi. Sumir fluttu heilu atriðin fyrir stjörnurnar sem nutu vel.

Söngkonan Hera Björk er ein þeirra sem að fékk óvænt atriði borið á borð fyrir sig þegar liðið var vel á kvöldið í Euro Club í gærkvöldi.

Um var að ræða ísraelska aðdáendur sem höfðu skömmu áður sungið brot úr laginu All out of luck fyrir Selmu Björnsdóttur sem einnig var meðal gesta í partýinu. Síðan gripu þau Heru Björk óvænt og sungu hástöfum Je Ne Sais Quoi sem Hera Björk flutti í Osló 2010.

Í framhaldinu bauð hópurinn Heru Björk að koma á sýningu hjá þeim sem fer víst fram á hverju sunnudagskvöldi hér í Tel Aviv. Hvort Hera Björk þekkist boðið verður að koma í ljós.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×