Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Jakob Bragi Hannesson skrifar 17. maí 2019 09:07 Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar