Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Jakob Bragi Hannesson skrifar 17. maí 2019 09:07 Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun