Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Jakob Bragi Hannesson skrifar 17. maí 2019 09:07 Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar