Lífið

Holland vann Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands.
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands. Vísir/Getty

Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Arcade“ og fékk 492 stig. Mahmood frá Ítalíu var í öðru sæti með lagið „Soldi“ og 465 stig og í því þriðja var Sergey Lazarev frá Rússlandi með lagið „You are the only one“ og 369 stig.

Það er því ljóst Eurovision fer fram í Hollandi á næsta ári.

Ísland fékk 234 stig og var í tíunda sæti.

Á vef Eurovision má sjá að Ísland var í þriðja sæti í undankeppninni á þriðjudaginn. Þar fékk Ísland 221 stig, Tékkland fékk 242 og var í öðru. Ástralía var í fyrsta sæti með 261 stig.

Fréttin verður uppfærð.

Hér má sjá stigagjöf Íslands í kvöld. Þar fyrir neðan má svo sjá hvernig keppnin fór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.