Viðskipti innlent

Veitingasala IKEA fulltrúi Íslands í norrænni matarkeppni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veitingasala IKEA í Garðabæ er meðal söluhæstu veitingastaða landsins.
Veitingasala IKEA í Garðabæ er meðal söluhæstu veitingastaða landsins. FBL/Eyþór

Norrænu Emblu-matarverðlaunin, sem ætlað er að hampa norrænni matarmenningu, verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum.

Fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, sem sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár, að alls hafi 320 tilnefningar borist frá öllum Norðurlöndunum, þar af 50 frá Íslandi.

Þau sem tilnefnd eru til Embluverðlaunanna fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi:

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019

Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: Facebook


Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019

Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.is

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur sem matarblaðamaður Norðurlanda árið 2019.

Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019

Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvid


Miðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.is


Mataráfangastaður Norðurlanda 2019

Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.is


Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019

Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.is


Embluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019

Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.is

Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu.

Upplýsingar um öll þau sem eru tilnefnd eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.comAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.