Körfubolti

Jón Arnór: Þetta er sætasti titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór býr sig undir að lyfta bikarnum.
Jón Arnór býr sig undir að lyfta bikarnum. vísir/daníel þór
„Við enduðum sem sigurvegarar á toppnum. Eins og ég sagði eftir síðasta leik líður okkur vel í óþægilegum aðstæðum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Svala Björgvinsson eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn sjötta árið í röð með sigri á ÍR, 98-70, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld.

Jón Arnór hefur núna fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.

„Þetta verður alltaf ótrúlegt. Ég held að þetta sé sætasti titilinn. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu en á endanum kláruðum við þetta,“ sagði Jón Arnór.

„Þegar það fer að styttast í annan endann á þessu kann maður betur að meta þetta, sérstaklega þegar það gengur ekki vel á tímabilinu,“ bætti Jón Arnór við en KR endaði í 5. sæti Domino's deildarinnar.

Jón Arnór var búinn að gefa það út að þetta tímabilið yrði hans síðasta á ferlinum. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að hann haldi áfram.

„Ég veit það ekki. Maður fær „fixið“ aftur núna,“ sagði Jón Arnór.

Klippa: Viðtal við Jón Arnór

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.