Viðskipti erlent

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður

Kjartan Kjartansson skrifar
Borgen sagði af sér í september. Hann hafði starfað fyrir Danske bank frá 1997 og sem forstjóri frá 2013.
Borgen sagði af sér í september. Hann hafði starfað fyrir Danske bank frá 1997 og sem forstjóri frá 2013. Vísir/EPA

Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars.

Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins.

Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum.

Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið.

Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér.

Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann.


Tengdar fréttir

Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara

Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.