Feluleikur forsetans Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 9. maí 2019 07:00 Keppnir eru heillandi. Þeir í Monty Python sögðu einu sinni söguna af erfiðustu keppni í heimi, feluleik karla á Ólympíuleikunum. Heimurinn allur var undir í feluleiknum. Gat Francisco Huron slegið met Don Roberts um að vera í felum í 11 ár, 2 mánuði, 26 daga, 9 klukkustundir, 3 mínútur og 27,4 sekúndur? Sem barn elskaði ég keppnir og hélt bókhald um sigurvegara Evróvisjón og þau lönd sem sviku Ísland (öll). Stúderaði niðurstöður lyfjaprófa í 100 m hlaupi karla. Þekkti helstu titla í hverri keppni Ungfrú Ísland og hvaða keppendur klæddust kjólum frá Jórunni Karls. Fylgdist með hvernig hrossunum hjá Sigurbirni Bárðar vegnaði. Kunni kaloríuinntöku Hjalta Úrsus sem þróaðist síðan út í áhuga á keppni um köku ársins. Það er góð keppni. Núna er það forsetakjörið í Bandaríkjunum. Þar veit enginn hvað þarf til að vinna þó ákveðnar lykilbreytur séu þekktar. Allir sigurvegarar hafa verið með utanáliggjandi þvagrás. Að öðru leyti er leikurinn opinn. Lítil atriði verða stór. Dijon sinnep ofan á hamborgara leiðir til Dijongate. Tölvupóstur úr einkanetfangi getur drepið. Dýr jakkaföt eru hættuleg á fundi með kornbændum. Menn þurfa að geta lesið salinn. Alltaf elska ameríska bíla. Aldrei kunna frönsku, en endilega spænsku. Ekki mæta í baptistamessu án þess að geta sungið. Í þessari keppni geta leikreglur líka breyst. Alltaf vandað að klökkna í ræðu (Bill Clinton) en ekki í samtali (Hillary Clinton). Í síðustu keppni urðu síðan hin ótrúlegu úrslit að kjósendum tókst ekki að finna forsetann. Lítil atriði urðu að stórum. Enn er sú hætta fyrir hendi. Í tveggja ára keppni þar sem lítil feilspor ráða úrslitum er lykillinn kannski aðallega að láta ekki afhjúpa sig. Sá sigrar sem er bestur í feluleiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun
Keppnir eru heillandi. Þeir í Monty Python sögðu einu sinni söguna af erfiðustu keppni í heimi, feluleik karla á Ólympíuleikunum. Heimurinn allur var undir í feluleiknum. Gat Francisco Huron slegið met Don Roberts um að vera í felum í 11 ár, 2 mánuði, 26 daga, 9 klukkustundir, 3 mínútur og 27,4 sekúndur? Sem barn elskaði ég keppnir og hélt bókhald um sigurvegara Evróvisjón og þau lönd sem sviku Ísland (öll). Stúderaði niðurstöður lyfjaprófa í 100 m hlaupi karla. Þekkti helstu titla í hverri keppni Ungfrú Ísland og hvaða keppendur klæddust kjólum frá Jórunni Karls. Fylgdist með hvernig hrossunum hjá Sigurbirni Bárðar vegnaði. Kunni kaloríuinntöku Hjalta Úrsus sem þróaðist síðan út í áhuga á keppni um köku ársins. Það er góð keppni. Núna er það forsetakjörið í Bandaríkjunum. Þar veit enginn hvað þarf til að vinna þó ákveðnar lykilbreytur séu þekktar. Allir sigurvegarar hafa verið með utanáliggjandi þvagrás. Að öðru leyti er leikurinn opinn. Lítil atriði verða stór. Dijon sinnep ofan á hamborgara leiðir til Dijongate. Tölvupóstur úr einkanetfangi getur drepið. Dýr jakkaföt eru hættuleg á fundi með kornbændum. Menn þurfa að geta lesið salinn. Alltaf elska ameríska bíla. Aldrei kunna frönsku, en endilega spænsku. Ekki mæta í baptistamessu án þess að geta sungið. Í þessari keppni geta leikreglur líka breyst. Alltaf vandað að klökkna í ræðu (Bill Clinton) en ekki í samtali (Hillary Clinton). Í síðustu keppni urðu síðan hin ótrúlegu úrslit að kjósendum tókst ekki að finna forsetann. Lítil atriði urðu að stórum. Enn er sú hætta fyrir hendi. Í tveggja ára keppni þar sem lítil feilspor ráða úrslitum er lykillinn kannski aðallega að láta ekki afhjúpa sig. Sá sigrar sem er bestur í feluleiknum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun