Viðskipti innlent

Vilhjálmur hætti við framboð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda. FBL/ANTON BRINK

Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, hefur dregið til baka framboð sitt til stjórnar Eimskips. Fyrir vikið verður sjálfkjörið í stjórnina þegar framhaldsaðalfundur félagsins fer fram á föstudaginn, 26. apríl. Þess í stað býður hann sig fram í varastjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipum til Kauphallarinnar í morgun.

Phil Quinlan hefur dregið framboð sitt til varastjórnar tilbaka. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn. Þar sem frambjóðendur til stjórnar eru fimm og samsetning fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll verður sjálfkjörið í stjórn.

Í framboði til varastjórnar eru: Erna Eiríksdóttir, Jóhanna á Bergi og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur tvo í varastjórn. Þar sem þrjú eru í framboði til varastjórnar verður kosið til hennar á fundinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.