Skýrsla um heimsmarkmiðin í samráðsgátt stjórnvalda Heimsljós kynnir 24. apríl 2019 10:30 Skýrslan fjallar um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. gunnisal Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina. Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega. Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.Upplýsingagátt opnuð í maíÞví er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent
Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina. Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega. Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.Upplýsingagátt opnuð í maíÞví er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent