Viðskipti innlent

Minna á að fiskprótein í nýjum drykk geta valdið ofnæmisviðbrögðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæði er hægt að fá COLLAB með mangó- og ferskjubragði og límónu- og ylliblómabragði.
Bæði er hægt að fá COLLAB með mangó- og ferskjubragði og límónu- og ylliblómabragði.

Tvö tilfelli hafa komið upp þar sem neytendur drykkjarins COLLAB hafa fengið ofnæmisviðbrögð við neyslu. Ölgerðin minnir á að drykkurinn inniheldur vatnsrofin kollagenprótein úr íslensku fiskroði.

Það kemur fram á innihaldslýsingu á umbúðum en þó sé rétt að vekja sérstaka athygli á þessu þar sem möguleiki sé á ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir fiskafurðum.

Þá hafa Ölgerðinni borist ábendingar frá vegan samfélaginu þar sem þess er óskað að merkingar verði meira áberandi. Af þeim sökum hefur Ölgerðin hafið vinnu við endurhönnun umbúða drykkjarins. Er reiknað með nýjum umbúðum í verslanir síðla sumars.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.