Viðskipti innlent

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auk þess að sinna verkfræðinni á Svana sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar.
Auk þess að sinna verkfræðinni á Svana sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar. VFÍ

Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika, er nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en niðurstöður kosninga til stjórnar voru kynntar á aðalfundi félagsins þann 11. apríl.

Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Svana hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina. Hún lauk Dipl.-Ing./M.Sc. prófi í raforkuverkfræði og er doktorsnemi í kerfisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Þá hefur Svana setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Hún hefur meðal annars verið formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, átt sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík og situr í Vísinda- og tækniráði. Svana á ennfremur sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar.

Félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands eru 4300. Í því eru verkfræðingar og tæknifræðingar auk þess sem skrifstofa félagsins veitir Stéttarfélagi byggingarfræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga þjónustu.

Auk formanns eru í stjórn Birkir Hrafn Jóakimsson, Hlín Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Páll Á. Jónsson og varameðstjórnendurnir Guðrún A. Sævarsdóttir og Anna Beta Gísladóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.