Lífið

Fall­on og Rudd endur­gera tón­listar­mynd­bandið við lagið You Spin Me Round

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostlegir.
Stórkostlegir.

Spjallþáttakóngurinn Jimmy Fallon og leikarinn vinsæli Paul Rudd endurgerðu tónlistarmyndband við lagið You Spin Me Round (Like a Record) sem kom út árið 1985 með sveitinni Dead Or Alive.

Lagið varð mjög vinsælt á sínum tíma en myndbandið þykir nokkuð skrautlegt í dag, þrátt fyrir að hafa slegið rækilega í gegn á sínum tíma.

Útgáfa Fallon og Rudd er virkilega vel heppnuð eins og sjá má hér að neðan.

Hér að neðan má sjá upphaflegu útgáfuna. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir félagar taka fyrir gömul tónlistarmyndbönd og hér að neðan má einnig sjá tvær flottar endurgerðir.

.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.