Viðskipti innlent

Mörg hunduð prósenta verð­hækkanir eigi sér langan að­draganda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair innleiddi nýtt tekjustýringarkefi í mars síðastliðnum.
Icelandair innleiddi nýtt tekjustýringarkefi í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm

Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. Eins og nafnið gefur til kynna er gjaldið tekið þegar breytingar eru gerðar á flugmiðum sem keyptir hafa verið.

DV vakti máls á því í gær að gjaldið væri nú á bilinu 25-40 þúsund krónur. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðið, til að mynda farrými og áfangastaður, þannig er t.d. dýrara að eiga við miða til Bandaríkjanna.

Á sama tíma á síðasta ári var gjaldið hins vegar á bilinu 5-15 þúsund krónur. Lægsta breytingargjaldið hefur því hækkað um 500% á einu ári, og það hæsta um næstum 267%.

Í samskiptum við Vísi segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að breytingarnar hafi verið gerðar á verðskránni nú í mars síðastliðnum samhliða upptöku nýs tekjustýringakerfis. Undirbúningur við innleiðinguna hafi staðið yfir undanfarið ár og tengist verðbreytingarnar því ekki gjaldþroti WOW í lok mars.

„Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar,“ segir Ásdís og bætir við að alþjóðleg samkeppni hafi að sama skapi áhrif. „Mörg af þeim flugfélögum sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið samkvæmt ódýrasta fargjaldaflokki þeirra,“ segir Ásdís.

„Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Að sama skapi bjóðum við upp á fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið,“ segir Ásdís aukinheldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.