Viðskipti innlent

H:N Markaðssamskipti ráða sjö nýja starfsmenn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hópur nýrra starfsmanna hefur tekið til starfa hjá H:N Markaðssamskiptum.
Hópur nýrra starfsmanna hefur tekið til starfa hjá H:N Markaðssamskiptum.
Auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti hafa ráðið sjö nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa.

Þau Ástrós Kristinsdóttóttir, Íris Erna Guðmundsdóttir, Katla Hrund Karlsdóttir, Kría Benediktsdóttir Raphaelle Monvoisin, Sindri Freyr Guðjónsson og Tryggvi Ólafsson hafa öll þegar hafið störf hjá stofunni, að því er segir í tilkynningu.

Haft er eftir Ingva Jökli Logasyni, framkvæmdastjóra og eiganda H:N Markaðssamskipta, í tilkynningu að stofan sjái fram á að bæta í hópinn á næstu misserum. Um sé að ræða fjölgun og hefðbundna þróun hjá stofunni, þvert á stöðvar.

„Við höfum verið að taka við nýjum verkefnum, bæði stórum og smáum, viðskiptavinum sem kallar á öfluga viðbót. Við erum akkúrat núna að undirbúa opnun í Skagafirði á einni stærstu gagnvirku sýningu sem sett hefur verið upp á Norðurlöndum. Fjölbreytt tækifæri heilla, ekki síst tækninýjungar í blönduðum veruleika. Hópurinn sem við höfum valið að bæta við okkur í þessari ævintýraför er því með fjölbreytta hæfileika, svo sem grafískir hönnuðir og miðlarar, samfélagsmiðlasérfræðingar og sérfræðingar í viðskiptastjórnun. Við sjáum jafnframt fram á að bæta enn frekar í hópinn á komandi misserum,“ segir Ingvi Jökull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×