Taka frá rými fyrir Gucci, Louis Vuitton og Prada á Hafnartorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:14 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi. Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi.
Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00
Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent