Taka frá rými fyrir Gucci, Louis Vuitton og Prada á Hafnartorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:14 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi. Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi.
Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00
Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30