Þegar ég fór í sveit Kolbeinn Marteinsson skrifar 18. apríl 2019 08:15 Ég fór í sveit að Hrauni í Ölfusi nokkur sumur á níunda áratugnum. Bóndinn, Ólafur Þorláksson, var duglegasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst enda maður sem hafði upplifað heimskreppuna og erfiðisvinnu allt sitt líf. Honum fannst ég alger aumingi fyrst enda samanstóð ferilskrá mín af starfsreynslu úr Unglingavinnu Kópavogs. Hann sagði það þó aldrei með berum orðum fyrr en síðar. Eitt vorkvöldið skömmu eftir að ég hóf störf, inní fjósi, gerðist hræðilegur atburður. Þar sem ég stóð fyrir aftan eina kúna við spenaþvott fyrir mjaltir, fann ég hlandvolgt kúahlandið renna yfir höfuð mér og bak þar sem ég klöngraðist milli skepnanna. Meðan ég bölvaði og þurrkaði hlandið úr tárvotum augunum fann ég til algerrar uppgjafar og vonleysis. Hvernig gat nokkur maður átt svona lagað skilið? Þessi hlandskírn í fjósamennsku var samt ekki alslæm og hún varð einhvers konar botn á sveitamennsku minni. Frá botninum getur leiðin bara legið beint upp á við. Enda hafði ég fengið skýr skilaboð að heiman um að enginn myndi sækja mig fyrr en að hausti. Sveitastörfin fóru svo að verða mér auðveldari og ég varð ánægðari með lífið og fólkið. Þegar svo Óli hrósaði mér í fyrsta skiptið fyrir vel unnin störf fékk ég gæsahúð og tár í augun af geðshræringu og lífið varð allt í einu helvíti gott. Sveitin var góður skóli sem því miður er búið að loka að mestu fyrir borgarbörnum. Þarna lærði maður að vinna og skilning á því að árangur er oftast langhlaup og snýst um að gefast aldrei upp. Það verður allt betra á endanum. Ég held að íslenskur vinnumarkaður og samfélag yrðu miklu betri til framtíðar ef allir færu í sumarvinnu sveit. Helst með gusu af hlandvolgu kúahlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Ég fór í sveit að Hrauni í Ölfusi nokkur sumur á níunda áratugnum. Bóndinn, Ólafur Þorláksson, var duglegasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst enda maður sem hafði upplifað heimskreppuna og erfiðisvinnu allt sitt líf. Honum fannst ég alger aumingi fyrst enda samanstóð ferilskrá mín af starfsreynslu úr Unglingavinnu Kópavogs. Hann sagði það þó aldrei með berum orðum fyrr en síðar. Eitt vorkvöldið skömmu eftir að ég hóf störf, inní fjósi, gerðist hræðilegur atburður. Þar sem ég stóð fyrir aftan eina kúna við spenaþvott fyrir mjaltir, fann ég hlandvolgt kúahlandið renna yfir höfuð mér og bak þar sem ég klöngraðist milli skepnanna. Meðan ég bölvaði og þurrkaði hlandið úr tárvotum augunum fann ég til algerrar uppgjafar og vonleysis. Hvernig gat nokkur maður átt svona lagað skilið? Þessi hlandskírn í fjósamennsku var samt ekki alslæm og hún varð einhvers konar botn á sveitamennsku minni. Frá botninum getur leiðin bara legið beint upp á við. Enda hafði ég fengið skýr skilaboð að heiman um að enginn myndi sækja mig fyrr en að hausti. Sveitastörfin fóru svo að verða mér auðveldari og ég varð ánægðari með lífið og fólkið. Þegar svo Óli hrósaði mér í fyrsta skiptið fyrir vel unnin störf fékk ég gæsahúð og tár í augun af geðshræringu og lífið varð allt í einu helvíti gott. Sveitin var góður skóli sem því miður er búið að loka að mestu fyrir borgarbörnum. Þarna lærði maður að vinna og skilning á því að árangur er oftast langhlaup og snýst um að gefast aldrei upp. Það verður allt betra á endanum. Ég held að íslenskur vinnumarkaður og samfélag yrðu miklu betri til framtíðar ef allir færu í sumarvinnu sveit. Helst með gusu af hlandvolgu kúahlandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun