Viðskipti innlent

Kaupþing selur 10 prósent í Arion

Birgir Olgeirsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. FBL
Kaupþing hefur ákveðið að selja um tíu prósenta hlut í Arion-banka. Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins en þar er fullyrt að hlutur Kaupþings í Arion sé metinn á um fimmtán milljarða króna. Er Kaupþing stærsti hluthafi Arion banka en dótturfélag Kaupþings, Kaupskil ehf., á 32,6 prósenta hlut í Arion.

Um er að ræða 200 milljónir hluta í bankanum en við lokun markaða í dag var gengi bréfanna í 76,7 krónum og heildarvirði hlutarins því um 15,3 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×