Víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 07:45 Hlutfallslega færri nýbyggingar voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. vísir/vilhelm Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira