Viðskipti innlent

Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingimundur Sigurpálsson hefur einnig ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Íslandspósts.
Ingimundur Sigurpálsson hefur einnig ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Vísir/GVA
Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Isavia eftir fimm ára starf. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi ISVIA í dag.

Hann sagði það hafa verið forréttindi að hafa fengið að koma að uppbyggingu félagsins á undanförnum árum. Hann þakkaði jafnframt samstarfsmönnum sínum og viðskiptavinum fyrir viðkynnin á tímabilinu.

Ingimundur tilkynnti jafnframt í liðinni viku að hann hyggðist hætta sem forstjóri Íslandspósts. Því starfi hefur hann gegnt undanfarin 14 ár en ekki liggur þó fyrir hver verður eftirmaður hans eða hvenær Ingimundur lætur formlega af störfum.

Ingimundur var fyrst kjörinn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins árið 2014, á sama fundi og hann var gerður að stjórnarformanni. Ingimundur er fæddur árið 1951 og er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur að sama skapi stundað framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. og DBE frá Columbia Business School, í New York.

Hér að neðan má sjá upptöku frá aðalfundi Isavia, Ingimundur greinir frá ákvörðun sinni þegar um 44:30 eru liðnar af myndbandinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×