Dóra, Guðmundur og Bragi Valdimar í stjórn SÍA Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 16:33 Ný stjórn SÍA, þau Dóra Kristín Briem, formaðurinn Guðmundur H. Pálsson og Bragi Valdimar Skúlason aðsend Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA. Vistaskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA.
Vistaskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira