Hrafnista tekur við rekstri Skógarbæjar Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2019 08:57 Frá undirritun samningsins. Mynd/kom Hrafnista mun taka við rekstri Skógarbæjar, sem á og rekur samnefnt hjúkrunarheimili við Árskóga í Reykjavík, þann 2. maí næstkomandi. Skógarbær og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, hafa ritað undir samning þessa efnis. Í tilkynningu segir að rekstur og skuldbindingar starfseminnar muni áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista taki yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið. Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu í Boðaþingi síðustu ár, hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí. „Í dag og á næstunni verða haldnir kynningarfundir fyrir starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur vegna breytinganna þar sem starfsemi og hugmyndafræði Hrafnistu verður kynnt. Mannauðstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólks sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna. Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Við lok núgildandi samningstíma endurnýjast samningurinn sjálfkrafa til tveggja ára í senn þar til nýr samningur hefur verið undirritaður eða honum sagt upp með samningsbundnum fyrirvara,“ segir í tilkynningunni. Hrafnistuheimilin eru með starfsemi á sex stöðum í fimm sveitarfélögum, auk þess sem sjöunda Hrafnistuheimilið tekur til starfa í árslok í Fossvogi í Reykjavík. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Hrafnista mun taka við rekstri Skógarbæjar, sem á og rekur samnefnt hjúkrunarheimili við Árskóga í Reykjavík, þann 2. maí næstkomandi. Skógarbær og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, hafa ritað undir samning þessa efnis. Í tilkynningu segir að rekstur og skuldbindingar starfseminnar muni áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista taki yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið. Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu í Boðaþingi síðustu ár, hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí. „Í dag og á næstunni verða haldnir kynningarfundir fyrir starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur vegna breytinganna þar sem starfsemi og hugmyndafræði Hrafnistu verður kynnt. Mannauðstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólks sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna. Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Við lok núgildandi samningstíma endurnýjast samningurinn sjálfkrafa til tveggja ára í senn þar til nýr samningur hefur verið undirritaður eða honum sagt upp með samningsbundnum fyrirvara,“ segir í tilkynningunni. Hrafnistuheimilin eru með starfsemi á sex stöðum í fimm sveitarfélögum, auk þess sem sjöunda Hrafnistuheimilið tekur til starfa í árslok í Fossvogi í Reykjavík.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira