Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðað Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 14:15 Eigendur WOW voru í viðræðum við tvo aðila um fjármögnun áður en flugvélarnar voru kyrrsettar af leigusölum sem vildu loforð um fjármögnun. Vísir/Vilhelm Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12 Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00