Viðskipti erlent

Apple hættir við „AirPower“ hleðslutækið

Andri Eysteinsson skrifar
AirPower var kynnt árið 2017
AirPower var kynnt árið 2017 Getty/Justin Sullivan
Tæknifyrirtækið Apple hefur tilkynnt að fyrirhuguð hleðslumotta fyrirtækisins „AirPower“, sem gerir þráðlausa hleðslu mögulega, verði ekki gefin út. Ástæðan er sú að ekki tókst að uppfylla gæðastaðla sem fyrirtækið setur á vörur sínar.AirPower var upphaflega kynnt árið 2017 og átti að gera notendum kleift að hlaða fleira en eitt tæki í einu, án þess að stinga þeim í samband. BBC greinir frá því að hönnuðir Apple hafi aldrei fundið lausn við tilhneigingu tækisins til að ofhitna.Í yfirlýsingu frá Apple sagði: „Eftir mikla vinnu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að „AirPower“ nái ekki að uppfylla kröfur okkar og höfum við því hætt við framleiðslu.“Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Apple en samkeppnisaðilar þeirra, Samsung og Huawei hafa báðir gefið út hleðslumottur fyrir þráðlausa hleðslu. Einnig höfðu umbúðir AirPods heyrnartólanna sýnt möguleikann á að hlaða með „AirPower.“


Tengdar fréttir

Ný AirPods óvænt kynnt

Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar.

Apple kynnti kreditkort og streymisveitu

Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.