Viðskipti erlent

Ný AirPods óvænt kynnt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
AirPods 2.
AirPods 2. Apple

Apple kynnti í gær næstu útgáfu hinna feikivinsælu þráðlausu heyrnartóla sinna, AirPods. Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar.

Önnur kynslóð AirPods lítur svo gott sem eins út og fyrri kynslóð. Uppfærslan er því undir húddinu, ef svo má að orði komast.

Fyrst og fremst ber að nefna að nýja hleðsluhulstrið utan um heyrnartólin er hægt að hlaða þráðlaust. Það er útbúið hinni algengu Qi-hleðslutækni sem þýðir að það er hægt að hlaða hulstrið með næstum hvaða þráðlausa hleðslutæki sem er. Þá hefur lítilli LED-peru verið komið fyrir utan á hulstrinu til þess að hægt sé að fylgjast með hleðslustöðunni.

Apple hefur einnig uppfært örflögu heyrnartólanna. Hin nýja H1-örflaga hefur það fram yfir W1-örflögu fyrri kynslóðar að hægt er að tala um klukkustund lengur í síma áður en heyrnartólin verða rafmagnslaus, þau eiga að tengjast tvöfalt hraðar þegar skipt er um tæki og hægt verður að biðja stafræna aðstoðarmanninn Siri um aðstoð án þess að ýtt sé á heyrnartólin.

Þeir AirPods-eigendur sem eru ekki tilbúnir til þess að fjárfesta strax í nýjum heyrnartólum en ágirnast samt sem áður þráðlausa hleðslu þurfa ekki að fara í fýlu af því að nýja hulstrið virkar með gömlu tólunum og verður einnig selt stakt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.