Tiger berst um stærsta peningapott ársins á Players Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 17:45 Tiger Woods spreytir sig á 17. holunni. vísir/getty The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara. Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara.
Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira