Viðskipti innlent

Sólning á leið í gjaldþrot

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/gva
Sólning, einn stærsti innflytjandi hjólbarða á Íslandi, er á leið í gjaldþrot. Þetta staðfestir Gunnar S. Gunnarsson framkvæmdastjóri í samtali við Markaðinn. Útlit er fyrir að átta manns missi vinnuna en síðustu misseri hefur félagið selt frá sér verkstæði sem áður heyrðu undir starfsemina.„Síðustu 12 mánuðir hafa verið mjög erfiðir og samdrátturinn mikill. Það er mikil fjárbinding í þessum rekstri og nú sitjum við uppi með fullt af dekkjum en ekkert af peningum,“ segir Gunnar en tekur fram að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af geymsludekkjum. Þau verði áfram aðgengileg á verkstæðum sem eru samningsbundin Sólningu.Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var kannaður möguleiki á að selja fyrirtækið í fyrra og Arctica Finance fengið til að útbúa fjárfestakynningu. Þar kom fram að Sólning væri með um 35 prósenta markaðshlutdeild.Lengra fór söluferlið hins vegar ekki.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.