Golf

Ólafía Þórunn hefur leik í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafía Þórunn er loksins á leið aftur út á golfvöllinn.
Ólafía Þórunn er loksins á leið aftur út á golfvöllinn. vísir/getty

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur leik á SkyIGolf-mótinu í Flórída í dag sem er hluti af Symetra-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum. Þetta verður fyrsta mót Ólafíu Þórunnar í fjóra mánuði fyrir utan styrktarmót á Bahamaeyjum sem hún tók þátt í í febrúar.

Ólafíu tókst ekki að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra og er með takmarkaðan keppnisrétt á þessu tímabili. Með góðum árangri á Symetra-mótaröðinni getur hún öðlast þátttökurétt á LPGA á næsta tímabili. Tíu stigahæstu kylfingarnir í lok tímabilsins fá þátttökurétt í LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili.

Mótið fer fram á Charl­otte Harbor-golfvellinum í Orlando og hefur Ólafía leik rétt fyrir kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Ólafía er með Mind Muangkhumsakul frá Taílandi og hinni bandarísku Jessy Tang í ráshóp.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.