Viðskipti innlent

Guðrún Nordal áfram forstöðumaður Árnastofnunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd/Stjórnarráðið

Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Guðrún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar síðan árið 2009 og mun því gegna embættinu áfram.

Guðrún hefur gegnt margvísilegum trúnaðarstörfum í þágu íslensk vísindasamfélags, meðal annars verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs (í ráðinu frá 2003) og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviðasjóðs) 2006-15, stjórnarformaður Nordforsk 2008-14, og í stjórn European Science Foundation 2006-15 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá árinu 2017.

Staða forstöðumanns stofnunarinnar var auglýst hinn 10. október síðastliðinn Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun sem hefur náin tengsl við Háskóla Íslands. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði miðaldafræða, íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.