Handbolti

Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. Tómas Þór Þórðarson byrjaði á að spyrja sérfræðinga sína hvort Afturelding væri hættulegur mótherji í 8-liða úrslitunum.

„Miðað við hvernig fjögur efstu liðin eru að spila, það er alveg ljóst að þeir verða í fimmta sæti, þeir gætu það en nei,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Ég held að getumunurinn á þeim og hinum fjórum efstu sé bara of mikill.“

Halldór Jóhann Sigfússon er að fara frá FH í lok tímabilsins. FH er að skoða að koma inn með erlendan þjálfara.

„Ég hef rosalega vonda tilfinningu fyrir að hann fari út úr þessu,“ sagði Logi Geirsson.

„Hann hefur komið mér svakalega á óvart sem þjálfari. Ég man þegar hann kom inn í þetta og hreinsaði bara út úr liðinu, valdi bara sitt lið. Það tókst 100 prósent hjá honum.“

„Allt kerfið sem hann spilar, vörn, sókn, innstillingin á leikmönnunum, er bara stórkostleg.“

„Ég vona bara að hann komist í hóp bestu þjálfara í heimi en þetta er rosalegur missir fyrir FH-ingana.



Klippa: Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×