„Mannleg mistök“ settu sófa á útsölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 10:20 Húsgagnahöllin segir tölvukerfi sitt ekki bjóða upp á að nálgast nauðsynleg gögn sem hefðu getað rennt stoðum undir útskýringar verslunarinnar. Vísir/GVA Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00