Körfubolti

Magic hafði betur gegn Bucks | Harden stigahæstur í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Bucks og Magic.
Úr leik Bucks og Magic. vísir/getty

Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt þar sem stærstu tíðindin voru án efa stórt tap toppliðs Milwaukee Bucks gegn Orlando Magic.

Lið Milwaukee Bucks hefur spilað frábærlega á þessari leiktíð og var fyrir leikinná toppi Austurdeildarinnar.

Það voru hinsvegar liðsmenn Orlando Magic sem mættu í þennan leik mikið ákveðnari og skoruðu fleiri stig bæði í fyrsta og öðrum leikhluta og var staðan 59-49 í hálfleik.

Forysta Orlando átti aðeins eftir að aukast í seinni hálfleiknum en það voru þeir Jonathan Isaac og Vucevic sem fóru fyrir liði Orlando og skoruðu flest stigin. Að lokum vann Orlando öruggan sigur 103-83.

Stigahæsti leikmaður Orlando í leiknum var Jonanthan Isaac með 17 stig en næstur á eftir honum var Vucevic með 15 stig. Stigahæstur í liði Bucks var Bledsoe með 19 stig. 

Í öðrum leikjum var það helst að Oklahoma City Thunder hafði beur gegn Houston Rockets í spennandi leik en lokastaðan þar var 117-112. Þar voru tveir leikmenn í aðalhlutverki en það voru þeir Paul George sem skoraði 42 stig fyrir Oklahoma og síðan að sjálfsögðu James Harden sem skoraði 45 stig.
 
Úrslit næturinnar:
 
Jazz 125-105 Spurs
Pacers 105-90 Cavaliers
Hawks 99-104 Raptors
Celtics 112-123 Clippers
Bulls 125-134 Wizards 
Grizzlies 99-90 Pelicans
Rockets 112-117 Thunder
Bucks 83-103 Magic


Allt það helsta úr leik Bucks og Magic má sjá hér fyrir neðan

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.